kominn heim att

Jæja, þa er maður kominn "heim" til svealands eftir vinnutörn i norður noregi, tromsö. Er að lesa bunka af sænska dagblaðinu og þar ber oft á góma FlyMe gjaldþrotið og að eitt þekktasta og vinsælasta vörumerki (fyrirtæki)svía sé til sölu; "Absolutt vodka". Heitur kaupandi ku vera Baccardi. greinilegt að nýa hægri stjórnin ætlar að setja mörg fyrirtæki í eigu ríkisins á söluskrá. Fyrir stendur til að selja Telia og ef til vill SAS líka.
Í noregi hefur bók fyrrum blaðamanns "séð og heyrt" i noregi slegið öll met, bókin afhjúpar vinnubrögð vikublaðsins sem vægast sagt virðast slungin, blaðið virðist hafa á sínum snærum fólk á sjúkrahúsum, ferðaskrifstofum, í lögreglunni, bönkunum etc etc sem er á launum við að gefa upplýsingar um "fræga fólkið". Þannig fékk blaðið reglulega ljósrit af bankareikningsyfirlitum kóngafjölskyldunnar sem voru oft og tíðum anzi skrautleg lesning. Bókin skapaði mikinn storm í fjölmiðlum landsins og JÁ, mér fannst hún skrautleg yfirlestrar.
Og Nordea bankinn er stendur í ströngu við að leita að sökudólgunum meðal 4000 starfsmanna sem hafa aðgang að reikningum viðskiptavinanna; gangi þeim vel !!!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband