Flott önd

Í gærmorgun flaug ég enn og aftur gegnum hin hryllilega Gardermoen flugvöll utan við Oslo og missti af flugi áfram meðan ég beið í öryggisröðinnni í yfir 45 mínútur. þar sem ég var þegar búinn að lesa öll dagblöðin skellti ég mér á eitt andrésblað, lengi síðan síðast. Merkileg þessi önd, ber að neðan, nema þegar hann fer í sund, þá fer hann í sundbuxur !! Í blaðinu var líka saga um mikka mús, sem er ber að ofan og gengur jafnan á tveimur fótum, þó svo að hann eigi hund sem gengur á fjórum. Bezti vinur mikka er Guffi, hundur sem gengur líka uppréttur og alltaf þéttklæddur. Svo er það nízki Jóakim sem syndir í sundlaug fullri af peningum. Vel af sér vikið þegar hugsað erum eðlisþyngd kopars. Hvað segja uppeldisfræðingar um svona bilaða dýrafantasíu? Annars hin bezta skemmtun. Walt disney eða var honum hrint ?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er morgunljóst að þegar menn eru farnir að velta Andrés og félögum á þennan hátt eru þeir annaðhvort illa haldnir af flugleiða, eða búnir að búa of lengi í Svíþjóð eða á svipuðum slóðum, nema hvoru tveggja sé.

Vona annars að þú hafir það sem allra best, bestu kveðjur frá Toronto.  Leitaðu mig uppi ef þú átt leið hjá.  Ég skal útskýra Andrés fyrir þér yfir öli, eða ég læt Foringjann gera það (yfir mjólk).

Tommi

G. Tómas Gunnarsson, 1.4.2007 kl. 04:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband