Flug-paranojan

Það fór eins og ég spáði. Öll helstu flugfélögin á norðurlöndunum eru að fara yfir um á þessari öryggisdellu sem tröllríður flugvöllum landanna. Nú hafa flugmenn sett niður fótinn og segjast ekki nenna þessu lengur, eftirlitið sé komið út í öfgar,, ég er hjartanlega sammála því. Í síðustu ferð minni í gegnum gardermoen var á undan mér flugmaður (sem greinilega nennti ekki að bíða i crew röðinni) sem var stoppaður með swissarmy vasahníf. Hann sagði við öryggisvörðinn að hann notaði hann við að flisja epli. "OK". sagði Öryggisvörðurinn. Enda hægt að kaupa ostaskera, glervörur og allan anna fjanda i taxfree búðunum, og ekki minnst, fullt af hnífapörum á veitingastöðum flugvallarins. Samt er verið að taka frá farþegum, skæri, naglaklippur, ilmvötn og áfengi í stórum stíl. Hver fann upp á þessu bulli ??? Í norsku blöðunum var i gær sagt frá því að margir flugmenn hótuðu að hætta, væru búnir að fá nóg að því að vera "tjekkaðir" mörgu sinnum á dag af einhverjum unglingum í júníformi. Hér í Svíþjóð kalla men þetta fyrirbæri fyrir "trygghetsnarkomani" svona einskonar "overparenting" og er semsagt komið á sama lista og reiðhjólahjálmarnir !!!!!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband