Færsluflokkur: Bloggar
3.4.2007 | 15:16
Betri hálsmáttur
Margir gódir og snilldarlegir málshaettir. samt finnst mér their alltaf beztir "heimabakadir" eins og t.d
"Ekki er jakki frakki, nema sídur sé" og "Of seint er ad byrgja bruggid er barnid er dottid í thad"
og sumir ónefndir íslendingar hafa reynt ad thýda thá líka......., samanber "Everybody is naked on his back, unless he got a brother" og "I don´t call everything for my grandmother" !!!
god påsk !
Oft kemur málsháttur úr páskaeggi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.4.2007 | 18:51
SA snillingar
Annars bara flott hjá Hafnfirðingum að senda málið í kosningu, mættu önnur sveitarfélög gera hið sama í framtíðinni.
SA segir atkvæðagreiðslu í Hafnarfirði umhugsunarefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2007 | 19:15
Flott önd
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.3.2007 | 20:37
Flug-paranojan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.3.2007 | 21:34
kominn heim att
Í noregi hefur bók fyrrum blaðamanns "séð og heyrt" i noregi slegið öll met, bókin afhjúpar vinnubrögð vikublaðsins sem vægast sagt virðast slungin, blaðið virðist hafa á sínum snærum fólk á sjúkrahúsum, ferðaskrifstofum, í lögreglunni, bönkunum etc etc sem er á launum við að gefa upplýsingar um "fræga fólkið". Þannig fékk blaðið reglulega ljósrit af bankareikningsyfirlitum kóngafjölskyldunnar sem voru oft og tíðum anzi skrautleg lesning. Bókin skapaði mikinn storm í fjölmiðlum landsins og JÁ, mér fannst hún skrautleg yfirlestrar.
Og Nordea bankinn er stendur í ströngu við að leita að sökudólgunum meðal 4000 starfsmanna sem hafa aðgang að reikningum viðskiptavinanna; gangi þeim vel !!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2007 | 00:23
Meira skrifræði
Ég hef alltaf verið mikið á móti svona "skrifstofum" og sendiráðum Íslendinga erlendis. Löngu úrelt, og bara sóun á peningum. Sendiráðin segjast efla menningu íslendinga í útlöndum (?), hef aldrei tekið eftir neinu slíku og nú er það orðið svo bágt að þeir geta ekki einu sinni reddað þorramatnum.
Svo var það þetta með að sendiráðin efli viðskiptatengsl. Er semsagt Svavar Gestsson að hjálpa Jóni Ásgeiri að kaupa Köben ? Nú á tímum upplýsingaaldarinnar er lítil þörf á svona skrifræði. Annars ansi merkilegt þetta íslenska fyrirbæri að útrunnir pólitíkusar skuli alltaf vera sendir í útlegð til útlanda.
Eiður verður aðalræðismaður í Færeyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2007 | 22:55
Bónus í Svíþjóð
PS Keypti 3 aðrar athyglisverðar bækur , meira af því seinna..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2007 | 23:06
BANNAÐ!
Í morgun rakst ég svo á grein í Aftonbladet þar sem öryggisverðirnir á Arlanda flugvelli segjast vera búnir að fá nóg. Á hverjum degi eru gerð upptæk 3 TONN af ýmsum varningi,mest áfengi, raksápa. ilmvötn og matvörur (marmelaði, kavíar og jógúrt) og mest allt annað sem uppfyllir ekki "100ml regluna". Nú er Arlanda ekki beint lítill flugvöllur (8400 lendingar i janúar 2007) en kostnaður við allt þetta aukna umstang hleypur á um 120 millum. Í Brussel gætir megnrar óánægju og æ fleiri eru á því að þetta aukna eftirlit (sem sett var á eftir misheppnaðar hryðjuverkatilraunir í London sl haust) sé ekki mjög trúverðugt og tími kominn til að endurskoða reglurnar.
Ég er sammála því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2007 | 20:50
Velkomin(n) aftur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)