BANNAÐ!

Ég ætla að byrja daginn á fréttum dagsins, sem eru kannski þær ad hárid hennar Britney er komið á ebay og flestir fjölmiðlar vestan hafs vitlausir í að kaupa, enda planið að efnagreina meinta fíkniefnanotkun.Ætla samt ekki að skrifa um ógæfu annarra og sný mér í staðinn að öðru máli, nefnilega sú mikla paranoja sem er í gangi á flugvöllum evrópu. Hér um daginn var nefnilega tekið frá mér vín, sjampó og fleira á Gardermoen í noregi þar sem ég var í tengiflugi og "sorrí", pokinn var vitlaust innsiglaður og ekki nokkur leið að ræða við þverhausana í hliðinu.
Í morgun rakst ég svo á grein í Aftonbladet þar sem öryggisverðirnir á Arlanda flugvelli segjast vera búnir að fá nóg. Á hverjum degi eru gerð upptæk 3 TONN af ýmsum varningi,mest áfengi, raksápa. ilmvötn og matvörur (marmelaði, kavíar og jógúrt) og mest allt annað sem uppfyllir ekki "100ml regluna". Nú er Arlanda ekki beint lítill flugvöllur (8400 lendingar i janúar 2007) en kostnaður við allt þetta aukna umstang hleypur á um 120 millum. Í Brussel gætir megnrar óánægju og æ fleiri eru á því að þetta aukna eftirlit (sem sett var á eftir misheppnaðar hryðjuverkatilraunir í London sl haust) sé ekki mjög trúverðugt og tími kominn til að endurskoða reglurnar.
Ég er sammála því.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband