21.2.2007 | 22:55
Bónus í Svíþjóð
Ég verð mikið á ferðinni á næstunni og gerði mér ferð í bókabúð hér í Stokkhólmi í gær, verð að hafa eitthvað að lesa þar sem mér þykir óhemju leiðinlegt að sitja í flugvélum og stara út í loftið. Rakst á bók sem heitir "Sagan om Bonusgrisen och Bläkkfisken" (Sagan um bónusgrísinn og kolkrabbann) eftir Johan Ehrenberg og kom víst út snemma í haust. Bókin fjallar á gamansaman hátt um klíkumyndanir í íslensku viðskiptalífi, hvernig ólíkar fylkingar hafa rottað sér saman um einokun, sölu bankanna, yfirtöku lykilfyrirtækja og þar fram eftir götunum, svosem ekkert nýtt fyrir þá sem hafa fylgst með í íslenskum fjölmiðlum. Aðspurður sagði einn starfsmaður verslunarinnar að bókin hefði bara selst nokkuð vel. -Eg las bókina í einum spreng í gær enda skemmtilega skrifuð. Annars er stór grein um Baug i sænska dagblaðinu í dag vegna fyrirhugaðrar opnunar á verslunarkjarna í gamla Debenhams lokalinu á Drottningagötunni, vonast er til að reksturinn gangi betur en Debenhams sem var rekið með gríðarlegu tapi.
PS Keypti 3 aðrar athyglisverðar bækur , meira af því seinna..
PS Keypti 3 aðrar athyglisverðar bækur , meira af því seinna..
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.